Liverpool horfir til Bayern Munchen í leit að arftaka Trent Alexander-Arnold, samkvæmt Sky í Þýskalandi.
Trent er að renna út á samningi í sumar og virðist æ líklegra að hann fari til Real Madrid á frjálsri sölu.
Liverpool er því farið að horfa í kringum sig og einn maður er blaði er Joshua Kimmich hjá Bayern samkvæmt nýjustu fréttum.
Kimmich spilar aðallega á miðjunni hjá Bayern en hann getur einnig vel leyst það að spila í hægri bakverði, en hann byrjaði ferilinn í þeirri stöðu.
Eins og Trent er Kimmich að renna út á samningi og verður því fáanlegur frítt eftir tímabilið.