Freyr Alexandersson þykir líklegastur til að taka við sem þjálfari norska liðsins Brann samkvæmt miðlum þar í landi.
Viðræður hafa átt sér stað og er Freyr sagður væntanlegur til Noregs í dag.
Freyr hefur verið án starfs síðam belgíska félagið Kortijk lét hann fara fyrir áramót. Þar áður var hann með Lyngby í Danmörku við góðan orðstýr.
Hann er þá einnig einn þriggja sem fara í viðræður við KSÍ um stöðu þjálfara karlalandsliðsins.
Brann er stórlið í Noregi og hafnaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar þar í landi á síðustu leiktíð. Nú stendur yfir undirbúningstímabil og hefst deildin að nýju í lok mars.