Tyler Young er ekki nafn sem allir kannast við en hann spilar fyrir lið Peterborough á Englandi.
Young fær ansi skemmtilegt verkefni í kvöld en hann fær þá að spila með Peterborough gegn Everton í enska bikarnum.
Þar mun þessi efnilegi leikmaður mögulega spila gegn föður sínum, Ashley Young, sem hefur lengi vel spilað í úrvalsdeildinni.
Ashley á að baki leiki fyrir Watford, Aston Villa, Manchester United og Everton en hann er 39 ára gamall í dag.
Tyler er 18 ára gamall og gerir sér vonir um að fá tækifæri gegn föður sínum í leiknum en hvort það gangi upp verður að koma í ljós.
,,Ef ég næ að klobba pabba minn þá myndi hann líklega ekki hleypa mér aftur inn á heimilið!“ sagði Young yngri.