Federico Chiesa er ekki á förum frá Liverpool eins og margir miðlar greindu frá í síðustu viku.
Þetta staðfestir umboðsmaður leikmannsins en Napoli á Ítalíu var helst orðað við ítalska landsliðsmanninn.
Chiesa hefur spilað 123 mínútur fyrir Liverpool á tímabilinu eftir komu frá Juventus í sumarglugganum.
,,Napoli var ekki í viðræðum við Chiesa í vetur og félagið hefur engan áhuga á að losna við hann,“ sagði umboðsmaðurinn.
,,Leikmaðurinn heldur áfram með Liverpool og er að vonast eftir tækifæri á næstunni. Það er það sem ég get staðfest.“