fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Lára Hafliðadóttir ráðin til KSÍ

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 17:30

Lára Hafliðadóttir. Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur ráðið Láru Hafliðadóttur til starfa á knattspyrnusvið þar sem hún mun hafa yfirumsjón með þol- og styrktarþjálfun hjá yngri landsliðum karla og kvenna í fjarveru Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, sem er í fæðingarorlofi.

Lára er með meistaragráðu í Íþróttavísindum og þjálfun frá HR og KSÍ-B þjálfaragráðu. Þá er Lára að hefja doktorsnám í líkamlegri þjálfun knattspyrnukvenna sem og UEFA Fitness A þjálfaranám. Hún hefur sérhæft sig í mælingum, álagsstýringu, styrktar- og þolþjálfun knattspyrnufólks sem hún hefur kennt á þjálfaranámskeiðum KSÍ undanfarin ár, en hún er með KSÍ A leiðbeinendagráðu. Hún starfar í dag sem fitnessþjálfari meistaraflokks kvenna Víkings í knattspyrnu og U23 landsliðs kvenna, við rannsóknir í háskólanum í Reykjavík, ásamt því að kenna íþróttavísindi í grunnskólanum NÚ.

Lára hefur margra ára reynslu við líkamlega þjálfun knattspyrnufólks ásamt því að hafa starfað sem knattspyrnuþjálfari, og hún lék einnig knattspyrnu í fjölmörg ár, m.a. með yngri landsliðum Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjö læknar undir grun um að bera ábyrgð á andláti Maradona

Sjö læknar undir grun um að bera ábyrgð á andláti Maradona
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fullyrt að Liverpool sé tilbúið að selja þessa fimm leikmenn í sumar

Fullyrt að Liverpool sé tilbúið að selja þessa fimm leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hlátur eða grátur? – Áhugaverð samskipti hjá Salah og Trent á æfingu Liverpool í gær

Hlátur eða grátur? – Áhugaverð samskipti hjá Salah og Trent á æfingu Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

FH sendir „B-liðið“ til Akureyrar í kvöld – „Boginn hefur ekkert með þetta að gera“

FH sendir „B-liðið“ til Akureyrar í kvöld – „Boginn hefur ekkert með þetta að gera“
433Sport
Í gær

Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári

Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
433Sport
Í gær

Er í áfalli og segir þrjá blaðamenn ljúga – Konan hélt ekki framhjá honum

Er í áfalli og segir þrjá blaðamenn ljúga – Konan hélt ekki framhjá honum