fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
433Sport

Illa vegið að Alberti? – „Ég set spurningamerki við það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 09:19

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, var kjörin íþróttamaður ársins um liðna helgi með fullt hús stiga.

Sóley Margrét Jónsdóttir og Eygló Fanndal Sturludóttir voru í öðru og þriðja sæti en það vakti athygli einhverra að Albert Guðmundsson hafi ekki komist í topp þrjá. Hann var í fjórða sæti.

„Glódís átti þetta fyllilega skilið. Albert Guðmundsson komst ekki í topp þrjá. Samt var hann einn besti leikmaðurinn í einni bestu deild heims. Ég set spurningamerki við það,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson um málið í Þungavigtinni.

Albert átti ótrúlegt ár með Genoa og var hann fenginn til stórliðs Fiorentina í sumar. Var hann þá nálægt því að koma Íslandi á EM síðasta sumar með frammistöðum sínum gegn Ísrael og Úkraínu í umspilinu.

„Hann var virkilega góður og yfirburðarmaður í þessum einu landsleikjum sem voru mikilvægir á árinu,“ sagði Mikael Nikulásson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Róbert Frosti seldur til Svíþjóðar

Róbert Frosti seldur til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Nagelsmann skrifar undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United talið vilja fá annað undrabarn frá Arsenal

United talið vilja fá annað undrabarn frá Arsenal
Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kári hefur áhyggjur af þessu fyrir leikinn mikilvæga hjá Íslandi í kvöld

Kári hefur áhyggjur af þessu fyrir leikinn mikilvæga hjá Íslandi í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gerir ekkert nema hugsa um fótbolta, Dior og Louis Vuitton

Gerir ekkert nema hugsa um fótbolta, Dior og Louis Vuitton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta viðurkennir að það séu litlar líkur á að undrabarnið muni spila

Arteta viðurkennir að það séu litlar líkur á að undrabarnið muni spila