Kólumbíski framherjinn er að eiga flott tímabil með Villa, kominn með 12 mörk í 26 leikjum og eru Börsungar með þennan 21 árs gamla leikmann á blaði sem mann fyrir framtíðina í sóknarlínu sinni.
Robert Lewandowski er ekki að yngjast og gæti Duran reynst góður kostur til að leysa hann af hólmi þegar fram líða stundir.
Samkvæmt Sport hefur Barcelona þegar rætt við fulltrúa Duran, sem er þó samningsbundinn Villa til 2030.