Neymar gekk í raðir Al-Hilal fyrir síðustu leiktíð en hefur mestmegnis verið meiddur og ekki orðið andlit félagsins eins og það hefði óskað sér.
Samkvæmt AS átta menn innan Al-Hilal sig á að mistök hafi verið að sækja Neymar og vill félagið nýja stórstjörnu. Samningur Brasilíumannsins rennur út eftir yfirstandandi leiktíð og verður að teljast líklegt að hann fari annað.
Salah er einmitt líka að renna út á samningi hjá Liverpool og gæti Al-Hilal eins og staðan er sótt hann frítt næsta sumar.
Egyptinn hefur meðal annars verið orðaður við Sádí, en hann virðist enn hafa það sem til þarf á hæsta stigi fótboltans. Hann er kominn með 18 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Salah hefur einnig verið orðaður við Paris Saint-Germain, en allir stuðningsmenn Liverpool vilja auðvitað sjá hann skrifa undir nýjan samning.