Didier Deschamps mun hætta með franska landsliðið eftir HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þetta hefur legið í loftinu en tíðindin eru nú staðfest.
Deschamps tilkynnti í dag að hann myndi ekki framlengja samning sinn. Hann hefur verið landsliðsþjálfari Frakka síðan 2012 og náð frábærum árangri.
Undir hans stjórn varð Frakkland heimsmeistari 2018, fór í úrslitaleik HM 2022 og úrslitaleik EM 2016.
Zinedine Zidane er einn af þeim sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Frakklands og fyrr í dag sagði blaðið Le Parisien hann vera líklegastan til að taka við.