Manchester United hefur kallað Joe Hugill til baka úr láni frá Wigan, en greint var frá þessu í dag.
Hugill er 21 árs gamall framherji og skoraði hann þrjú mörk í 13 leikjum með Wigan í C-deildinni fyrir áramót.
Nú er hann hins vegar mættur aftur til United, þar sem hann verður þó sennilega ekki lengi því félagið ætlar sér að lána hann aftur út.
Það gæti svo að Hugill fari á láni í D-deildina í þetta sinn.
Hugill hefur aldrei komið við sögu með aðalliði United. Hann er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð.
🗞️ We can confirm that Joe Hugill has returned to Manchester United.
Best wishes for the future, Joe. 🤝#wafc 🔵⚪️
— Wigan Athletic (@LaticsOfficial) January 8, 2025