Tvö félög hafa spurst fyrir um Marcus Rashford, leikmann Manchester United, með það fyrir augum að fá hann í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði.
Rashford er ekki inni í myndinni hjá United undir stjórn Ruben Amorim og gæti hann farið annað. Sjálfur er hann opinn fyrir því að fara.
Hann hefur verið orðaður hingað og þangað en nú segir Fabrizio Romano að AC Milan og Dortmund hafi sett sig í samband við United vegna sóknarmannsins.
Galatasaray hefur einnig sýnt áhuga en Rashford vill helst fara í eina af fimm stóru deildunum í Evrópu.
Undanfarið hefur verið talað um að líklegra sé að Rashford fari á láni í þessum mánuði frekar en að hann verði keyptur.
🚨 Movements around Marcus Rashford have started as expected.
Borussia Dortmund and AC Milan have both asked for conditions of the deal.
More contacts are planned, meanwhile Galatasaray also approached Rashford this week but he’s prioritizing other options in top 5 leagues now. pic.twitter.com/b8FyE7IlEW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 7, 2025