Það eru allar líkur á því að annar stjóri verði látinn fara í ensku úrvalsdeildinni á næstunni en sá maður heitir Julen Lopetegui.
Guardian greinir frá því að Lopetegui sé mjög valtur í sessi í núverandi starfi en hann er hjá West Ham.
Gengið hefur verið afskaplega slæmt undanfarnar vikur en Lopetegui tók við af David Moyes síðasta sumar.
Spánverjinn hefur fengið að eyða næstum 130 milljónum punda í nýja leikmenn en það hefur ekki skilað sér á vellinum.
Graham Potter, fyrrum stjóri Brighton og Chelsea, er talinn líklegur til að taka við.