fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
433Sport

Er efstur á óskalista United í janúar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vill vinstri bakvörð í félagaskiptagluggnum í janúar og samkvæmt Telegraph er Nuno Mendes hjá Paris Saint-Germain efstur á óskalistanum.

Mendes er 22 ára gamall og hefur heillað með PSG. Samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð en franska félagið vill halda honum og telur sig geta það.

United spilar með vængbakverði undir stjórn Ruben Amorim og hefur Diogo Dalot leyst stöðuna af vinstra megin, en Luke Shaw er enn á ný meiddur.

Getty Images

Portúgalski stjórinn vill þó finna mann í stöðuna til framtíðar. Mendes kom einmitt upp í gegnum unglingastarfið hjá Sporting og fékk sénsinn undir stjórn Amorim þar á sínum tíma.

Liðsfélagi Mendes hjá PSG, Randal Kolo Muani, hefur einnig verið orðaður við United, sem og Tottenham og Juventus.

United þarf að selja til að fá inn leikmenn og er mikið talað um Marcus Rashford í því samhengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirgefur Chelsea en verður mættur aftur fyrir HM

Yfirgefur Chelsea en verður mættur aftur fyrir HM
Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Anna ferðaðist með landsliðinu eftir vonbrigðin 2004 – Einn leikmaður vakti sérstaka athygli hennar

Anna ferðaðist með landsliðinu eftir vonbrigðin 2004 – Einn leikmaður vakti sérstaka athygli hennar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City staðfestir kaupin á Egyptanum

City staðfestir kaupin á Egyptanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Nistelrooy er ósáttur

Van Nistelrooy er ósáttur
Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Takk Snorri. Takk allir“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Takk Snorri. Takk allir“
Sport
Í gær

Strákarnir okkar enn með 100 prósent árangur eftir flotta frammistöðu í kvöld

Strákarnir okkar enn með 100 prósent árangur eftir flotta frammistöðu í kvöld
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel

Kynlífsmyndband fór á flakk – Tekið upp á stað sem Íslendingar þekkja vel
433Sport
Í gær

Skriniar fer til Mourinho

Skriniar fer til Mourinho
433Sport
Í gær

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?