Real Madrid hefur bæst í kapphlaupið um Abdukodir Khusanov, miðvörð Lens í Frakklandi, eftir því sem fram kemur í miðlum þar í landi.
Um er að ræða afar spennandi tvítugan leikmann sem kemur frá Úsbekistan og á að baki 18 A-landsleiki fyrir þjóð sína.
Khusanov er á óskalista Manchester City og hefur einnig verið orðaður við Newcastle. Ensku félögin mega þú búast við samkeppni frá Real Madrid ef marka má nýjustu fréttir.
Khusanov hefur verið á mála hjá Lens í um 18 mánuði, en hann hefur einnig spilað í Hvíta-Rússlandi frá því hann yfirgaf heimalandið 18 ára gamall.
Það er ekki útséð með það hvort hann fari frá franska félaginu á næstunni, en sjálfur mun hann taka ákvörðun um það hvar hann telur best að þróa sinn leik frekar.