Danski knattspyrnustjórinn Thomas Frank, sem stýrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur reglulega sést í klæðnaði frá íslenska fataframleiðandanum 66°Norður á hliðarlínunni síðustu ár.
Frank sást fyrst í Öxi jakkanum fyrir þremur árum en hefur sífellt bætt í 66°Norður fataskápinn sinn síðan þá. Hann hefur auk þess klæðst OK jakkanum og Dyngju vestinu. Á dögunum sást hann klæðast Drangjökull úlpunni á hlíðarlínunni í Lundúnarslag Brentford og Arsenal.
66°Norður er einmitt með verslun á Regent Street í London og þangað kemur kappinn reglulega í heimsókn. Þá gæti hann hafa fallið fyrir íslenska fatamerkinu í Kaupmannahöfn en þar er 66°Norður einnig með verslun.
Íslenski landsliðmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson leikur einmitt með Brentford og Frank hrósaði Hákoni í hástert eftir leik liðsins gegn Brighton á dögunum sem endaði með markalausu jafntefli. Hákon kom þá inn á í sínum fyrsta leik með liðinu og varði mjög vel í markinu. Hann var þó á varamannabekknum gegn Arsenal sem vann 3-1 sigur á Brentford í leiknum.