Manchester United, Tottenham og Juventus hafa öll áhuga á að fá Randal Kolo Muani frá Paris Saint-Germain.
David Ornstein, hinn virti blaðamaður The Ahtletic greinir frá þessu, en Kolo Muani má samkvæmt fréttum yfirgefa PSG í þessum mánuði.
Félögin þrjú sem um ræðir vilja öll fá þennan 26 ára gamla framherja á láni út tímabilið. Juventus er talið leiða kapphlaupið sem stendur.
Kolo Muani gekk í raðir PSG frá Frankfurt á um 75 milljónir punda sumarið 2023. Hann hefur hins vegar ekki staðist þær væntingar sem til hans voru gerðar.
🚨 Tottenham, Man Utd & Juventus exploring deal to sign Randal Kolo Muani on loan from PSG. #THFC #MUFC #Juve interest expressed + currently viewed as top contenders; regard 26yo #PSG / France forward among best versatile attackers available @TheAthleticFC https://t.co/WzQVX5A90k
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 6, 2025