Frábært gengi Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram. Liðið heimsótti Wolves í kvöld.
Morgan Gibbs-White, fyrrum leikmaður Úlfanna, kom Forest yfir í kvöld og Chris Wood tvöfaldaði forskot gestanna skömmu fyrir leikhlé.
Forest sigldi sigrinum þægilega í hús og kom Taiwo Awoniyi þeim í 0-3 í blálok leiksins. Þar við sat.
Forest er í þriðja sæti deildarinnar með 40 stig, jafnmörg stig og Arsenal og 6 stigum frá toppliði Liverpool, sem á leik til góða.
Wolves er í 17. sæti með 16 stig, jafnmörg og Ipswich sem er í fallsæti.