Kevin De Bruyne var spurður út í framtíð sína um helgina eftir sigur Manchester City á Manchester City.
Samningur hins 33 ára gamla De Bruyne rennur út í sumar en hann hefur átt erfitt með að finna sitt besta form undanfarna mánuði vegna meiðslavandræða.
„Ég er ekki að pæla í framtíðinni. Mig langar bara að komast aftur í mitt besta stand,“ sagði De Bruyne.
Belginn hefur byrjað síðustu tvo leiki City í úrvalsdeildinni, í sigrum gegn Leicester og West Ham.
„Mér líður betur með hverri vikunni sem líður. Nú get ég spilað 90 mínútur aftur. Þetta hafa verið óþægilegir mánuðir vegna meiðslanna.“
De Bruyne hefur til að mynda verið orðaður við Sádi-Arabíu í einhvern tíma, en sem stendur mætti hann fara frítt frá City í sumar.