Eins og flestir vita er Barcelona í miklum fjárhagskröggum en ætlar félagið að vinna í kringum það á félagaskiptamarkaðnum og reyna að fá leikmenn frítt.
Leikmenn sem renna út á samningi í sumar mega nú semja við önnur félög um að ganga í raðir þeirra eftir tímabilið.
Nokkur stór nöfn eru að renna út á samningi í sumar og segir spænska blaðið El Nacional að Börsungar séu með fjögur stór nöfn á blaði.
Um er að ræða þrjá leikmenn úr þýsku deildinni, varnarmanninn Jonathan Tah hjá Bayer Leverkusen, miðjumanninn Joshua Kimmich hjá Bayern Munchen og liðfélaga hans Leroy Sane.
Sá fjórði er í ensku úrvalsdeildinni, Heung-Min Son, fyrirliði og algjör lykilmaður Tottenham.
Það er nokkuð ljóst að einn, ef ekki fleiri af þessum leikmönnum yrði svakalegur liðsstyrkur fyrir Barcelona.