Mohamed Salah, stjarna Liverpool, viðurkennir að Arne Slot hafi komið honum hressilega á óvart á tímabilinu.
Slot er stjóri Liverpool og tók við í sumar en gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart og er liðið með góða forystu á toppnum.
Salah vissi í raun ekki við hverju var að búast er Slot tók við en hann var áður stjóri Feyenoord í Hollandi.
,,Áður en ég byrjaði að vinna með Arne Slot.. Ég vissi ekki að hann væri svona góður þjálfari,“ sagði Salah.
,,Við byrjuðum svo að vinna saman og ég er alls ekki hissa. Hann er frábær þegar kemur að smáatriðum og er ekki með mikið egó ef hann gerir mistök. Hann er frábær að vinna í taktík.“