Víkingur Reykjavík tapaði stórt í Reykjavíkurmótinu í kvöld en liðið spilaði gegn ÍR í fyrsta leik.
Víkingar tefldu fram virkilega ungu liði í þessari viðureign en menn eins og Daníel Hafsteinsson og Halldór Smári Sigurðsson tóku þó þátt.
ÍR var í litlum vandræðum með 2. flokks strákana í Víkingi og vann að lokum sannfærandi 6-1 sigur.
Bergvin Fannar Helgason átti stórleik fyrir ÍR-inga í þessari viðureign en hann gerði fregnu í leiknum.
Annar leikur fór fram fyrr í dag en Fjölnir og Leiknir gerðu þar jaftnefli.