Brighton 1 – 1 Arsenal
0-1 Ethan Nwaneri(’16)
1-1 Joao Pedro(’61, víti)
Arsenal missti stig í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið spilaði við Brighton á útivelli.
Þessi leikur var í raun engin frábær skemmtun en Arsenal komst yfir með marki frá ungstirninu Ethan Nwaneri.
Nwaneri fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og skoraði fyrra mark leiksins en var svo tekinn af velli í hálfleik.
Joao Pedro jafnaði síðar metin fyrir Brighton úr vítaspyrnu en William Saliba var dæmdur brotlegur innan teigs.
Arsenal er enn í öðru sæti deildarinnar en er fimm stigum á eftir Liverpool sem á tvo leiki til góða.