fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
433Sport

Sláandi myndband birtist úr flugvélinni – Grátbað um útskýringar á meðan hann var dreginn úr sæti sínu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. janúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephane Omeonga lenti í ömurlegri lífsreynslu í flugi frá Róm til Tel Aviv á jóladag. Var hann dreginn út úr flugvél og segist hann svo hafa verið beittur ofbeldi af hálfu lögreglu

Omeonga er 28 ára gamall og á mála hjá Bnei Sakhnin í Ísrael. Hann er belgískur og hefur til að mynda leikið með Cercle Brugge í heimalandinu, sem og Genoa á Ítalíu og Hibernian í Skotlandi svo eitthvað sé nefnt.

Kappinn var sem fyrr segir á leið aftur til Ísrael frá Ítalíu en fékk það ekki. Lögreglumenn gengu upp að honum og drógu hann burt á meðan Omeonga sagði: „Hvað eruði að gera? Ég er fótboltamaður, belgískur ríkisborgari. Eruði klikkaðir?“

Omeonga birti sjálfur myndband af atvikinu, sem sjá má hér neðar, á samfélagsmiðla.

„Þann 25. desember varð ég fórnarlamb lögregluofbeldis. Eftir að hafa gengið um borð og fengið mér sæti kom flugþjónn upp að mér og sagði að það væru vandræði með gögnin mín og bað mig um að fara. Ég spurði hvers konar vandræði það væru.

Þá var hringt í lögreglu og ég settur í járn og dreginn úr vélinni. Þegar við vorum komnir úr vélinni, burt frá vitnum, hentu lögreglumennirnir mér í jörðinni, börðu mig og einn þeirra hélt hnénu upp að hausnum á mér.“

Síðan var Omeonga skellt inn í grátt herbergi og fékk engan mat eða drykk að eigin sögn. Honum var svo sleppt en veit ekki enn af hverju hann var handtekinn.

„Sem manneskja og faðir get ég ekki samþykkt svona mismunun. Þessi handtaka er bara toppurinn á ísjakanum sem sést. Svo mikið af fólki sem lítur út eins og ég fær ekki vinnu, húsnæði, að taka þátt í íþróttunum sem það elskar, allt af því það er dökkt á hörund,“ skrifar Omeonga enn fremur.

Í yfirlýsingu segir flugfélagið að það hafi fengið skipun um að vísa Omeonga frá aborði þar sem ísraelsk yfirvöld samþykktu ekki inngöngu hans í landið.

Fjöldinn allur, þar á meðal í knattspyrnuheiminum, hefur lýst yfir stuðningi við Omeonga eftir að hann greindi frá því sem átti sér stað og birti myndbandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Thomas Frank elskar 66°Norður

Thomas Frank elskar 66°Norður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umboðsmaður leikmanns Liverpool með afar áhugaverð ummæli

Umboðsmaður leikmanns Liverpool með afar áhugaverð ummæli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiður Smári gáttaður – „Það er ótrú­legt“

Eiður Smári gáttaður – „Það er ótrú­legt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Arnar fær ekki starfið
433Sport
Í gær

Fékk að heyra það frá Hödda Magg og fleirum í dag

Fékk að heyra það frá Hödda Magg og fleirum í dag
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Liverpool og Manchester United – Lítið óvænt

Byrjunarlið Liverpool og Manchester United – Lítið óvænt
433Sport
Í gær

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“