Marcus Rashford hefur hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu og einu frá Tyrklandi. Þetta kemur fram í helstu miðlum ytra.
Rashford virðist ekki eiga framtíð hjá Manchester United í kjölfar þess að Ruben Amorim tók við sem stjóri, en hann setti Englendinginn út fyrir hóp fjóra leiki í röð.
Sjálfur hefur Rashford sagst vera opinn fyrir því að fara annað og hefur hann til að mynda verið orðaður við Barcelona og Paris Saint-Germain.
Hann hefur ekki áhuga á að fara til Sádí og hefur hafnað þremur stórum tilboðum þaðan. Þá hafnaði hann einnig tilboði Fenerbahce samkvæmt fréttum.