Töluvert umtal hefur skapast í kringum myndband sem birtist á TikTok þar sem knattspyrnumanninum Luke Shaw hjá Manchester United bregður fyrir.
Shaw er að jafna sig á enn einum meiðslunum, en þau hafa litað tíð hans hjá United. Hann virtist skemmta sér vel á dögunum með kærustu sinni Anouska Santos og góðu fólki yfir áramótin.
Í myndbandinu má sjá Shaw mæma við lag en það hefur fallið misvel í kramið hjá stuðningsmönnum United.
„Einn versti kafli United í sögunni og Shaw er í TikTok myndböndum,“ skrifar einn netverji en aðrir koma Shaw til varnar og segja fullkomlega eðlilegt að skemmta sér fyrir áramótin á meðan maður jafnar sig af meiðslum.
Hvernig sem því líður hefur myndbandið allavega vakið mikla athygli og umtal, en vel á aðra milljón hafa séð það.
Hér að neðan er myndbandið.
LUKE SHAW?! pic.twitter.com/ghnZpO2HfA
— Frank🧠🇵🇹 (fan) (@AmorimEra_) January 2, 2025