Matthijs de Ligt varnarmaður Manchester Untied fagnar því að spila á Englandi og segir fleiri horfa á enska boltann en þann þýska.
United festi kaup á De Ligt frá Bayern í sumar en hollenski miðvörðurinn er sáttur.
„Ég er mjög ánægður með skrefið mitt til Manchester United,“ segir De Ligt.
De Ligt er staddur í verkefni með hollenska landsliðinu og telur að það hjálpi sér að spila á Englandi.
„Ég verð alltaf í sviðsljósinu, það horfa miklu fleiri á ensku úrvalsdeildina en þann þýska.“