Margir stuðningsmenn Manchester United létu í sér heyra í gær eftir góðgerðarleik sem fór fram á Old Trafford.
Goðsagnir United stigu þar á svið en nefna má menn eins og Dimitar Berbatov og Wayne Rooney.
Eftir leik þá sbirti Berbatov myndband af þeim félögum inni í klefa en fimm ár eru á milli þeirra.
Berbatov er fimm árum eldri en Rooney eða 43 ára gamall á meðan sá síðarnefndi er 38 ára og þjálfar Plymouth í dag.
Berbatov er hins vegar mun yngri í útliti en Rooney og voru margir gapandi er þeir sáu mynd af þeim saman á Instagram.
,,Ert þú fimm árum eldri en hann? Ég skil ekki neitt,“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Þetta er galið, gjörsamlega galið.“
Færsluna má sjá hér.
View this post on Instagram