Það vakti nokkra athygli í sumar þegar Manchester United tókst að krækja í Leny Yoro frá Lille en talið var næstum öruggt að hann færi til Real Madrid.
Yoro er 18 ára miðvörður sem er sagður eitt mesta efni í heimi þessa stundina.
Real Madrid vildli fá Yoro en Marca á Spáni segir að Real Madrid hafi aðeins viljað borga honum 2 milljónir evra í árslaun til að byrja með.
United var hins vegar tilbúið að greiða honum 9,5 milljón í árslaun.
Yoro valdi þann launapakka frekar enda fær hann 1,4 milljarð í árslaun núna en ekki 306 milljónir eins og Real Madrid bauð honum.
Yoro meiddist í fyrsta æfingaleik með United en endurhæfing gengur ágætlega og gæti hann snúið til baka á næstu vikum.