Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals þegar liðið vann nauman 2-1 sigur á Skotum í kvöld. Scott McTominay kom gestunum yfir með eina marki fyrri hálfleiks. Um var að ræða leik í Þjóðadeildinni.
Bruno Fernandes jafnaði leikinn fyrir Portúgal áður en Ronaldo sem kom inn af bekknum í hálfleik skoraði sigurmarkið undir restina.
Á sama tíma vann Króatía 1-0 sigur á Póllandi þar sem Luka Modric skoraði eina markið.
Danir unnu góðan sigur á Serbum á heimavelli og Spánn lék sér að Sviss, 1-4 sigur þar sem Fabian Ruiz skoraði tvö mörk.
Svíar unnu svo 3-0 sigur á Eistlandi þar sem Alexander Isak skoraði eitt.