fbpx
Sunnudagur 08.september 2024
433Sport

Arnar hissa er nafni hans var rekinn – „Brútal miðað við það sem maður heyrði“

433
Sunnudaginn 8. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni, sem sneri aftur á 433.is eftir sumarfrí fyrir helgi.

Víkingur vann ótrúlegan 3-2 sigur á Val í Bestu deildini á dögunum og voru málefni síðarnefnda liðsins til að mynda til umræðu í þættinum. Arnar segir mikla pressu fylgja því að stýra stórliði eins og Val.

video
play-sharp-fill

„Valur er bara Manchester United Íslands. Þetta er huge klúbbur með mikla sögu og sigurhefð. Hann er líka með fjármuni, eins og United. Það er karakter í þessum klúbb og þá langar svo að komast aftur á fyrri stall. Það er eiginlega bara kredit á okkur og Blika að hafa haldið þeim aðeins frá okkur hingað til,“ sagði hann.

„Þeir eru með frábært lið, það eru margir af bestu leikmönnum landsins í þessu liði. En svo spilar inn sjálfstraust og hvernig tímabilið er búið að spilast. Það er alveg sama hversu góður þú ert í íþróttum, sjálfstraust skiptir svo gríðarlega miklu máli.“

Arnar Grétarsson. Mynd: DV/KSJ

Arnar Grétarsson var fyrir rúmum mánuði síðann rekinn úr starfi þjálfara Vals og tók Srdjan Tufegdzic, Túfa, við. Það kom Arnari á óvart að nafni hans hafi fengið sparkið.

„Það gerði það. Líka hvernig þetta kom til, ég veit að við erum í brútal leik og að þetta er úrslitabransi, ég er ekki svo barnalegur að halda annað, en þetta var samt brútal miðað við það sem maður heyrði. Maður vill ekkert sjá kollega sinn lenda í slíku.

Við Addi erum búnir að þekkjast lengi í gegnum fótboltann og hann er búinn að vera mjög flottur í sumar gagnvart mér. Hann sendir mér skilaboð fyrir Evrópuleiki og þess háttar. Þó menn rífist aðeins í leikjum er gríðarleg gagnkvæm virðing milli þjálfaranna í deildinni. Ég var bæði hissa og svekktur fyrir hans hönd.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lét allt flakka er hann ræddi stærstu stjörnu landsliðsins: Sagðist vera alveg sama – ,,Annað hvort er hann að ljúga eða hann er heimskur“

Lét allt flakka er hann ræddi stærstu stjörnu landsliðsins: Sagðist vera alveg sama – ,,Annað hvort er hann að ljúga eða hann er heimskur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deild kvenna: Fylkir og Keflavík fara niður

Besta deild kvenna: Fylkir og Keflavík fara niður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaraflokkar ÍBV kvenna lentu í árekstri á leiðinni heim

Meistaraflokkar ÍBV kvenna lentu í árekstri á leiðinni heim
Hide picture