Thomas Tuchel, fyrrum stjóri PSG, Chelsea og Bayern Munchen, fundaði með eigendum Manchester United í sumar.
Tuchel var sterklega orðaður við United fyrir tímabilið en Erik ten Hag fékk að lokum að halda starfinu.
Ten Hag er í dag talinn vera valtur í sessi en United hefur ekki byrjað sannfærandi á tímabilinu.
Mirror greinir nú frá því af hverju Tuchel hafnaði United í sumar en hann var mjög ósáttur með kaupstefnu félagsins.
Tuchel vildi fá að eyða háum upphæðum í leikmenn fyrir komandi tímabil – eitthvað sem United gerði þó að lokum undir Ten hag.
Hollendingurinn hefur fengið að ráða miklu þegar kemur að félagaskiptum á Old Trafford en hans kaup hingað til hafa ekki öll gengið upp.