Andre Gomes er búinn að krota undir hjá Lille í Frakklandi en hann gerir endanlegan samning við félagið.
Gomes var í láni hjá Lille á síðustu leiktíð og skoraði þá þrjú deildarmörk í 26 leikjum.
Fyrir það var leikmaðurinn á mála hjá Everton eða frá 2019 til 2024 og spilaði 73 deildarleiki og gerði eitt mark.
Gomes er enn aðeins 31 árs gamall en hann lék einnig með Barcelona í þrjú ár frá 2016 til 2019.
Hann á að baki 29 landsleiki fyrir Portúgal.