Jude Bellingham er að feta í fótspor Cristiano Ronaldo og er búinn að búa til sína eigin YouTube rás.
Bellingham greinir sjálfur frá en fyrsti þátturinn af ‘Out of the Floodlights’ verður birtur þann 12. september.
Bellingham fer þar yfir allt sem hefur gengið á bakvið tjöldin en hann gekk í raðir Real Madrid á síðasta ári.
Englendingurinn var stórkostlegur fyrir Real á sínu fyrsta tímabili og er einn besti miðjumaður heims í dag.
Bellingham birti stiklu á Instagram þar sem hann fer aðeins yfir málin og er óhætt að segja að um gæsahúðar myndband sé að ræða.
View this post on Instagram