Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni, sem sneri aftur á 433.is eftir sumarfrí fyrir helgi.
Arnar er þessa stundina að taka út bann frá hliðarlínunni í Bestu deildinni og ræddi hann í þættinum hvernig það er að sitja fyrir ofan varamannabekkina í Víkinni.
„Þetta er algjör veisla, þvílíkt þægilegt. Þó þú myndir halda að allt sé í skrúfunni, með ákveðið útsýni sérðu að það er allt „under control“ og færslurnar góðar og allt eftir bókinni. Þá líður þér bara miklu betur,“ sagði Arnar.
„Ég er alvarlega að pæla í því núna að vera kannski þarna í fyrri hálfleik og koma niður í seinni hálfleik. Þá er ég líka ekkert að böggast í dómaranum á meðan. Svo er Sölvi með sterkt presence á hliðarlínunni svo ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar