fbpx
Laugardagur 07.september 2024
433Sport

Arnar viðurkennir að hafa þótt útlitið svart – „Hugsaði að þetta væri mögulega ekki að fara að ganga“

433
Laugardaginn 7. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni, sem sneri aftur á 433.is eftir sumarfrí fyrir helgi.

Það var að sjálfsögðu rætt um Evrópuárangur Víkings, sem tryggði sig nýlega inn í deildarkeppni Sambansdeildarinnar og varð annað íslenska liðið til að komast á þetta stig keppninnar á eftir Breiðabliki í fyrra.

Leiðin var þó ekki greið fyrir Víking sem tapaði fyrsta Evrópueinvígi sínu í sumar, gegn Shamrock í 1. umferð Meistaradeildarinnar. Þaðan fór liðið í 2. umferð Sambandsdeildarinnar og vann frábæran sigur á Egnatia frá Alabaníu þrátt fyrir að hafa tapað fyrri leiknum hér heima.

Ithrottavikan s04e01 Evropa.mp4
play-sharp-fill

Ithrottavikan s04e01 Evropa.mp4

„Þetta leit ekki sérlega vel út eftir Shamrock-leikina og fyrri leikinn gegn Egnatia. Við vorum komnir með bakið allverulega upp við vegg en svo komu tveir flottir útileikir. Þetta er búinn að vera þvílíkur lærdómur, þessir Evrópuleikir, og hversu ólíkir leikir þetta eru. Heimaleikir og útileikir eru eins og önnur íþrótt, öll klækindin og asnaskapurinn sem þessu fylgir, þú þarft að læra mjög fljótt, annars ertu úr leik. Ég er ekki frá því að allir þessir leikir séu líka að fara að hjálpa okkur í deildinni, eins og þessi Valsleikur. Þú þarft að þjást í ákveðinn tíma og bíða rólegur eftir mómentinu í stað þess að kasta leikjum frá þér. Það er eitt og annað sem við höfum lært,“ sagði Arnar í Íþróttavikunni.

„Eftir leikina gegn Shamrock og fyrri leikinn gegn Egnatia hugsaði maður að þetta væri mögulega ekki að fara að ganga. Það var líka svo mikil dramatík í þessum leikjum, vítið í lokin úti í Írlandi. Þetta var víti, klúður og leikurinn búinn. Ég hef eiginlega aldrei upplifað svona dramatík. Mér finnst strákarnir hafa sýnt ótrúlegan karakter á þessari vegferð og liðið í heild fundið virkilega hvað alvöru fótbolti snýst um. Maður er svo fastur í því hér heima að þurfa að stjórna leikjum og maður er alltaf að stíga á bensíngjöfina en fótboltinn úti í hinum stóra heimi er ekkert endilega þannig. Hann snýst um að vera góður í öllu og að stjórna ákveðnum mómentum í leik. Við höfum tekið svona tíu ára lærdóm á þessum átta Evrópuleikjum, á hvernig þú átt að stjórna fótboltaleikjum. Það er allavega mín kenning og vonandi hjálpar það okkur.“

Arnar var svo spurður út í markmið Víkings í deildarkeppninni.

„Ég held að fyrsta markmið sé að ná í fyrstu stig íslensks liðs í þessari keppni. Svo held ég að það sé alveg raunhæft að horfa á sæti 9-24. Kannski eru bara 5-6 stig raunhæf til að komast í þetta playoff.“

Það er enn ekki ljóst hvar Víkingur mun spila heimaleiki sína í Sambansdeildinni. Víkingsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA og þá eru endurbætur að hefjast á Laugardalsvelli.

„Mér finnst eitthvað „sexy“ við það að Víkingur færi á Kópavogsvöllinn. Skreytum hann almennilega,“ sagði Arnar léttur.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon eftir sigur kvöldsins: ,,Við sýndum það gegn Englandi“

Hákon eftir sigur kvöldsins: ,,Við sýndum það gegn Englandi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Logi smá stressaður fyrir leikinn í kvöld: ,,Ég hringdi meira í pabba“

Logi smá stressaður fyrir leikinn í kvöld: ,,Ég hringdi meira í pabba“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu annað mark Íslands: Gylfi lagði upp á Jón Dag

Sjáðu annað mark Íslands: Gylfi lagði upp á Jón Dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að það andi köldu á milli eigenda Chelsea – Íhuga að selja sinn hlut

Segja að það andi köldu á milli eigenda Chelsea – Íhuga að selja sinn hlut
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Íslands: Áhugaverðar breytingar hjá Hareide – Gylfi og Logi Tómasson byrja

Byrjunarlið Íslands: Áhugaverðar breytingar hjá Hareide – Gylfi og Logi Tómasson byrja
433Sport
Í gær

Aukinn áhugi á Bestu deild karla erlendis

Aukinn áhugi á Bestu deild karla erlendis
Hide picture