fbpx
Föstudagur 06.september 2024
433Sport

Arnar spenntur fyrir landsliðinu en aðeins eitt vantar – „Veitir svo mikið öryggi“

433
Föstudaginn 6. september 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hitað rækilega upp fyrir komandi leiki íslenska karlalandsliðsins í Þjóðadeildinni í nýjasta þætti af Íþróttavikunni, þar sem Arnar Gunnlaugsson var gestur. Hann telur spennandi tíma framundan hjá liðinu undir stjórn Age Hareide.

Ísland mætir Svartfellingum hér heima í kvöld og Tyrkjum ytra á mánudag. Arnar kveðst spenntur fyrir að fylgjast með Strákunum okkar og telur liðið hafa tekið góð skref undanfarið með yngri leikmenn í fararbroddi.

video
play-sharp-fill

„Landsliðið okkar er virkilega spennandi þessa dagana. Mér finnst við vera á svipuðum slóðum og rétt eftir að Óli Jó var með liðið, þegar gullkynslóðin var að koma upp. Það eru ótrúlega spennandi leikmenn þarna. Það vantar einn hafsent til að þetta lið verði fullkomið næstu tíu árin. Það er ekki verið að tjalda til einnar nætur, leikmenn eru það ungir og farnir að spila með sterkum liðum. Það er komin góð reynsla í þessa stráka svo ég gríðarlega spenntur fyrir hönd þjóðarinnar,“ sagði Arnar.

Hann var spurður nánar út í stöðuna á íslenskum miðvörðum.

„Við erum ekki með slaka miðverði. Það bara vantar þessa týpu sem við vorum að treysta á þegar við vorum að ná hvað bestum árangri. Að vera með hafsentapar sem þekkir hvorn annan inn og út veitir svo mikið öryggi. Við erum með toppmarkmenn og framherjana okkar og miðjumennina okkar, það er hryggjasúlan og þá ertu komin með jólatréð og þá þarftu bara að skreyta það með nokkrum jólakúlum.“

Nánari umræða um landsliðið í Íþróttavikunni er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Glæpamaðurinn umdeildi fann sér nýja vinnu: Dæmdur fyrir smygl og líkamsárás – Þorir ekki að snúa aftur til Evrópu

Glæpamaðurinn umdeildi fann sér nýja vinnu: Dæmdur fyrir smygl og líkamsárás – Þorir ekki að snúa aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telja að Ten Hag gæti fengið sparkið á næstunni

Telja að Ten Hag gæti fengið sparkið á næstunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan telur að Chelsea vinni titil á tímabilinu

Ofurtölvan telur að Chelsea vinni titil á tímabilinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United staðfestir hópinn sinn – Nálgast endurkomu Malacia

United staðfestir hópinn sinn – Nálgast endurkomu Malacia
433Sport
Í gær

Dóttir Heimsmeistarans setur allt á hliðina – Sleppti brjóstahaldaranum

Dóttir Heimsmeistarans setur allt á hliðina – Sleppti brjóstahaldaranum
433Sport
Í gær

Mjög vandræðalegt augnablik sem United birtir – Ten Hag og Ugarte hittust í fyrsta sinn

Mjög vandræðalegt augnablik sem United birtir – Ten Hag og Ugarte hittust í fyrsta sinn
Hide picture