„Þetta er hræðilegt,“ skrifar einn stuðningsmaður Manchester United við myndband af Erik ten Hag og Manuel Ugarte.
United birti myndband af þeim félögum að ræða málin í síðustu viku.
Ugarte var keyptur til United frá PSG en á eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Enskan hjá Ten Hag getur á köflum verið óskijanleg að átti Ugarte í vandræðum með að skilja hann í myndbandinu.
„Þessi maður kemur með baráttuna,“ sagði Ten Hag en Ugarte áttaði sig ekki á því að hann væri að tala um sig.
Atvikið má sjá hér að neðan.