Íþróttavikan er snúin aftur eftir sumarfrí og það er farið af stað með alvöru veislu.
Að vanda sjá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson um þáttinn og með þeim í setti í þetta sinn er Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, sem á dögunum tryggðu sér sæti í deildarkeppni Sambansdeildarinnar.
Afrek Víkings er rætt í þaula í þættinum, auk lokasprettsins sem framundan er í Bestu deildinni, komandi leikir karlalandsliðsins í Þjóðadeildinni, enski boltinn og svo miklu meira.
Þá mætir Hrafnkell Birni Þorfinnssyni, ritstjóra DV og alþjóðlegum skákmeistara, í magnaðri rimmu sem er liður í splunkunýjum dagskrálið Íþróttavikunnar.
Þátturinn er aðgengilegur í mynd í spilaranum hér ofar eða í Sjónvarpi Símans og er þá einnig á helstu hlaðvarpsveitum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar