„Mjög spenntur að byrja nýja keppni og stimpla okkur vel inn í þetta á föstudaginn,“ segir Stefán Teitur Þórðarson miðjumaður Preston á Englandi og íslenska landsliðsins.
Íslenska landsliðið mætir Svartfjallalandi á föstudag í Þjóðadeildinni sem er að fara af stað, strax á mánudag er svo leikur við Tyrki á útivelli.
„Ég hef mikið verið að koma inn í leikjum, vonandi get ég stimplað mig inn í þetta og tekið sæti í liðinu.“
Stefán fór til Preston í næst efstu deild Englands í sumar en eftir einn leik þá hætti Ryan Lowe þjálfari liðsins.
„Alveg frábærlega, mér líður mjög vel. Það var smá skrýtið að þjálfarinn hætti eftir einn leik, mér líður mjög vel.“
„Það var mjög skrýtið, en mér finnst nýi þjálfarinn koma sterkt inn í þetta. Ég hef átt góð samtöl við hann.“
Hjá Preston var David Beckham leikmaður og David Moyes síðar stjóri liðsins. „Beckham og Moyes, Moyes er alveg í guðatölu þarna. Það eru myndir af þeim tveimur þarna.“