Breiðablik 6 – 1 FC Minsk
1-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir
3-0 Andrea Rut Bjarnadóttir
4-0 Samantha Rose Smith
4-1 Liana Miroshnichenko
5-1 Katrín Ásbjörnsdóttir
6-1 Katrín Ásbjörnsdóttir
Breiðablik rúllaði yfir lið Minsk í annarri umferð Meistaradeildar kvenna í kvöld en leikið var á Kópavogsvelli.
Blikar voru með örugga forystu eftir fyrri hálfleikinn en staðan var 4-1 er flautað var til leikhlés.
Minsk tókst að laga stöðuna undir lok hálfleiksins en Blikar bættu við tveimur í seinni hálfleik og unnu 6-1 sigur.
Katrín Ásbjörnsdóttir átti stórleik fyrir Blika en hún skoraði þrennu í viðureigninni.
Um var að ræða leik í forkeppninni en úrslitaleikur Breiðabliks er gegn Sporting um helgina.