„Þetta er nýtt upphafi, þetta hefur gefið okkur ótrúleg tækifæri. Við getum komist á HM ef við eigum góða Þjóðadeild,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson leikmaður íslenska landsliðsins og Dusseldorf í Þýskalandi.
Þjóðadeildin hefst á föstudag þar sem Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli.
„Ef við endum í fyrsta sæti getum við farið upp í A-deild og átt skemmtilega leiki, við ætlum að eiga góða keppni hérna.“
Íslenska liðið er enn ungt að árum en talsverð reynsla hefur komið á síðustu árum og leikur liðsins orðið betri.
„Mér finnst við með flotta stráka, Orri komin á flottan stað, Hákon að spila í Lille, með Kristian í Ajax. Marga unga leikmenn á góðum stað. Við erum komnir með leiki undir beltið, það er ótrúlega spennandi tímar. Við getum lært af Jóa og Gylfa, sem geta kennt okkur. Geta sýnt okkur hvernig á að spila landsliðsfótbolta.“
Ísak horfir í það að koma sér inn í byrjunarlið landsliðsins og þá sem djúpur miðjumaður.
„Núna hef ég verið að spila sem djúpur miðjumaður hjá Dusseldorf. Það er mikilvægt fyrir mig að læra af Jóa og Arnóri Ingva og taka við af þeim í framtíðinni. Það er gott að ég er að spila þá stöðu í Dusseldorf þar sem við erum með tvær sexur eins og hér í landsliðinu.“