Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, er alls ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins þessa stundina.
Margir stuðningsmenn United létu í sér heyra í gær eftir 3-0 tap gegn Tottenham en leikið var á Old Trafford.
Rashford átti alls ekki góðan leik og kostaði United fyrsta mark leiksins er Brennan Johnson kom Tottenham yfir.
Rashford var alls ekki ógnandi fram á við á móti og hefur því fengið töluverða gagnrýni á samskiptamiðlum fyrir frammistöðuna.
,,Rashford er Championship leikmaður í dag.. Það er kominn tími til að hætta þessu,“ sagði einn á samskiptamiðlum.
Annar bætir við: ,,Djöfull var þetta lélegt hjá Rashford og Diogo Dalot. Rashford er svo latur.“
Fleiri taka undir þessi ummæli en það var í raun enginn leikmaður United sem átti góðan leik fyrir utan markvörðinn Andre Onana.