Það er möguleiki á að lið frá Wales fái séns á að taka þátt í Evrópukeppni á næsta ári en ekki í gegnum ensku deildirnar eða bikara.
Frá þessu greinir BBC Sport en lið eins og Swansea, Cardiff og Wrexham eru öll frá Wales en leika í Englandi.
Þessi lið gætu tekið þátt í deildabikarnum í Wales á næsta ári og mun sigurvegarinn þar vinna sér inn sæti í Evrópukeppni.
Sigurvegarinn kemst í Sambansdeildina og eru það slæmar fréttir fyrir toppliðin í Wales en nefna má TNS sem hefur margoft spilað í Evrópu.
Wrexham er til dæmis í þriðju efstu deild Englands en er með miklu sterkari hóp en TNS sem er talið vera besta lið Wales.
Það er því góður möguleiki á að lið í þriðju deild tryggi sér sæti í Evrópudeild í gegnum bikarinn frekar en lið sem leikur í deildarkeppni heima fyrir.