fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
433Sport

Orri stoltur af því að hafa klifið stóra fjallið í Köben og staðið uppi sem sigurvegari – „City heillaði mig ekkert rosalega þessa stundina“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. september 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er fínt að koma til Íslands og róa sig niður eftir marga langa daga, gott að fá að slaka á í hausnum,“ segir Orri Steinn Óskarsson nýr framherji Real Sociedad og íslenska landsliðsins.

Orri er mættur hingað til lands til að undirbúa sig undir landsleiki gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi.

Orri skrifaði undir hjá Soceidad á föstudag þegar félagaskiptaglugginn lokaði en spænska liðið keypti hann á 3 milljarða frá FCK í Danmörku.

„Ég fór nú ekki mikið að hugsa út í þetta fyrr en á gluggadeginum, ég átti leik daginn á undan og var einbeittur á hann með FCK. Þegar þetta kom upp fanst mér mikilvægt að líta á þennan kost og það heillaði mig mikið.“

video
play-sharp-fill

Orri var í allt sumar orðaður við stórlið út um alla Evrópu en segir það ekki hafa truflað sig.

„Það skipti mig engu máli, þó svo það sé orðrómur þá reyni ég að loka á það. Það sást á frammistöðum mínum í sumar að það hafði engin áhrif á minn leik.“

Manchester City var eitt þeirra liða sem hafði áhuga á að kaupa Orra sem pældi þó lítið í því. Hann var þó ekki spenntur fyrir því að fara þangað.

„Það er mikið stolt, það er geggjað að heyra. Það heillaði mig ekkert rosalega þessa stundina, það var ekki beint leiðin sem ég vildi fara.“

Orri er spenntur fyrir því að máta sig við liðin á Spáni en Sociedad mætir Real Madrid í næsta leik.

„Það er mjög spennandi, ég er mjög glaður og spenntur fyrir þessari áskorun. Miða sig við þessa leikmenn, að spila við heimsklassa leikmenn.“

„Það var gott að fá fyrsta leikinn snemma henda sér út í djúpu laugina. Það var mikið að gerast fyrstu þrjá dagana, mikil þreyta og áreiti. Það var geggjað að spila en maður var til í smá pásu, við fáum góðan tíma eftir landsleikina og svo er leikur við Real Madrid. Það er geggjað.“

Í upphafi árs var Orri hreinlega varamaður í FCK og stundum komst hann ekki í hóp, flestum þótti það skrýtið enda sáust gæði Orra þegar hann fékk tækifæri. Hann nýtti mótlætið og er stoltur af því.

„Þú ferð þangað sem hausinn þinn tekur, ég sýndi sterkt hugarfar að vinna mig aftur inn í liðið FCK og taka yfir framherjastöðuna. Á einhverjum tímapunkti í sumar var ekki spurning hver væri besti framherjinn í þessu liði, ég var mjög stoltur af því. Þetta var ekki lítið fjall sem ég þurfi að klífa.“

Íslenska liðið mætir Svartfjallalandi á föstudag á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. „Þetta eru engir æfingaleikir, við verðum að nýta þá í þau stig sem við þurfum.“

Orri berst við Andra Lucas Guðjohnsen um stöðu framherja í liðinu og segir það heilbrigða samkeppni. „Andri er frábær leikmaður og ég er góður líka, það er frábær samkeppni. Það er gaman að vera í góðri samkeppni við Andra.“

Margir horfa í það að Orri og Andri byrji leiki saman, hann segir að það eigi að ganga upp. „Ég og Andri eigum gott samband utan vallar og ég efast ekki um að það sé eitthvað verra innan vallar.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Höfðar mál gegn eigandanum sem Jökull gagnrýndi harðlega – „Það segir nógu mikið um hann“

Höfðar mál gegn eigandanum sem Jökull gagnrýndi harðlega – „Það segir nógu mikið um hann“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri Vals fagnar því að menn flýti sér hægt á Híðarenda – „Það er verið að breyta til“

Fyrrum framkvæmdastjóri Vals fagnar því að menn flýti sér hægt á Híðarenda – „Það er verið að breyta til“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Mikil pressa á Lopetegui eftir slæmt tap – Fyrsti sigur Van Nistelrooy

England: Mikil pressa á Lopetegui eftir slæmt tap – Fyrsti sigur Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Mateta hetja Palace

England: Mateta hetja Palace
433Sport
Í gær

Guardiola ræðir umtalaða ákvörðun um helgina en gefur lítið upp

Guardiola ræðir umtalaða ákvörðun um helgina en gefur lítið upp
433Sport
Í gær

Segir sína menn ekki í titilbaráttu þrátt fyrir vænlega stöðu

Segir sína menn ekki í titilbaráttu þrátt fyrir vænlega stöðu
433Sport
Í gær

Slot virðist svara spurningu sem margir hafa velt fyrir sér

Slot virðist svara spurningu sem margir hafa velt fyrir sér
Hide picture