Manchester United 0 – 3 Tottenham
0-1 Brennan Johnson(‘3)
0-2 Dejan Kulusevski(’47)
0-3 Dominic Solanke(’77)
Manchester United fékk skell á heimavelli í dag er liðið mætti Tottenham í síðasta leik helgarinnar.
Tottenham var komið yfir eftir þrjár mínútur en Brennan Johnson komst þá á blað eftir undirbúning Micky van de Ven.
Undir lok fyrri hálfleiks fékk Bruno Fernandes, fyrirliði United, að líta beint rautt spjald og heimamenn manni færri.
Tottenham bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik og vann að lokum nokkuð þægilegan sigur.
United fékk þó sín færi í leiknum en getur einnig þakkað markverðinum Andre Onana að Tottenham hafi ekki skorað fleiri mörk.