Íþróttavikan þessa vikuna verður frumsýnd klukkan 18:30 í kvöld en þeir Smass-bræður, Tómas Steindórsson og Gunnar Birgisson mæta þá í settið.
Mikil gleði var í þættinum enda eru Gunnar og Tómas þekktir fyrir að vera léttir í lund. Hrafnkell Freyr Ágústsson og Helgi Fannar Sigurðsson eru á sínum stað.
Þátturinn er meðal annars unninn í samstarfi við Bola Léttöl en Tómas varð þyrstur í miðjum þætti.
Svo þyrstur var Tómas að hann ákvað að skipta út tómu bjórglasi sem hann hafði klárað og stela glasinu sem Hrafnkell átti.
Gestir þáttarins sprungu úr hlátri við þetta en Tómas blikkaði ekki auga og fékk sér stóran sopa.
Þetta kostulega atvik má sjá hér að neðan.