Splunkunýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út og má nálgast hann í spilaranum hér neðar, en einnig í hlaðvarpsformi á helstu veitum.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum, sem kemur út vikulega.
Í hverjum þætti fá þeir til sín góða gesti og að þessu sinni mættu þeir Gunnar Birgisson og Tómas Steindórsson til þeirra félaga.
Það er farið yfir helstu fréttir, tímabilið framundan í körfuboltanum, íslenska fótboltann, þann enska og margt fleira.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar