Keflavík 2 – 3 ÍR
0-1 Guðjón Máni Magnússon
0-2 Guðjón Máni Magnússon
0-3 Bragi Karl Bjarkason
1-3 Kári Sigfússon
2-3 Sami Kamel
Keflavík er búið að tryggja sér sæti í úrslitaleik umspilsins um sæti í Bestu deild karla fyrir næsta ár.
Keflavík spilaði heimaleik gegn ÍR í dag en honum lauk með 3-2 sigri gestanna sem komust í 3-0.
Keflavík vann fyrri viðureignina þó með fjórum mörkum gegn einu og fer áfram samanlagt 6-4.
Það á eftir að koma í ljós hver andstæðingur Keflvíkinga verður en það verður annað hvort Fjölnir eða Afturelding.
Afturelding er 3-1 yfir í þeirri viðureign en á útileikinn eftir.