Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri Manchester United segist enn í dag sakna þess að vera á hliðarlínunni og stýra liðinu.
Ferguson ákvað árið 2013 að hætta í þjálfun. Síðan þá hefur United átt í vandræðum.
„ÉG hef verið hættur í ellefu ár og hef því fundið leið til að aðlagast því,“ segir Ferguson.
„Ég sakna þess samt stundum,“ segir Ferguson sem var stjóri United í 27 ár en hann er 82 ára gamall í dag.
„Fyrsta árið eftir að ég hætti, þá fór ég á úrslitaleik Meistaradeildarinnar og sagði við eiginkonu mína að ég saknaði þess hvað mest. Stórir Evrópuleikir.“
‘I miss it sometimes’
Sir Alex Ferguson spoke to #BBCBreakfast about retirement – 11 years on from stepping down as the manager of Manchester United https://t.co/r3k074wN2W pic.twitter.com/cmAb8a6YEh
— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) September 20, 2024