Staðfest hefur verið að Víkingur muni leika heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á Kópavogsvelli, fara leikirnir fram snemma dags.
Það hefur verið til umræðu hvar Víkingur getur spilað þar sem verið er að fara í framkvæmdir á Laugardalsvelli.
Um tíma leit út fyrir að Víkingur færi með leikina til Færeyja en nú er ljóst að þeir verða í Kópavogi.
Leikir gegn Cercle Brugge og Borac Banja sem fara fram í október og nóvember hefjast klukkan 14:30.
Leikur gegn Djurgarden í desember hefst klukkan 13:00. Er þetta vegna birtuskilyrða og að flóðljósin eru ekki nógu öflug fyrir leik að kvöldi.